Einu sigrar Selfyssinga á Haukum í þrjú ár hafa verið í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfossliðið en Adam Haukur Baumruk er til varnar. Vísir/Vilhelm Haukarnir hafa getað treyst á það að fá tvö stig út úr leikjum sínum á móti Selfyssingum undanfarnar tvær leiktíðir í karlahandboltanum. Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira