NBA dagsins: Kareem og Malone fengu félagsskap í 35 þúsund stiga klúbbnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 15:31 LeBron James skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar í nótt. getty/Katelyn Mulcahy Meðlimum í 35 þúsund stiga klúbbnum í NBA-deildinni í körfubolta fjölgaði í nótt þegar LeBron James skoraði sitt 35 þúsund stig í tapi Los Angeles Lakers fyrir Brooklyn Nets, 98-109. LeBron skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum í nótt. Það dugði þó ekki til. Lakers var án Anthonys Davis og Dennis Schröder, tveggja af þremur stigahæstu mönnum liðsins. Kevin Durant var fjarri góðu gamni hjá Brooklyn vegna meiðsla. „Að missa AD og svo leikstjórnandann okkar er mikið áfall. En það vantar líka leikmenn hjá þeim. Hvorugt liðið var fullskipað. Við spiluðum bara ekki eins vel og við getum. Þeir eiga hrós skilið,“ sagði LeBron eftir leikinn. Hann komst í hóp með Abdul-Jabbar og Malone þegar hann setti niður vítaskot undir lok fyrri hálfleiks. LeBron hefur nú skorað 35.017 stig. Hann vantar 1.911 stig til að ná Malone og 3.370 stig til að ná Abdul-Jabbar. LeBron James is the 3rd player in NBA history to reach 35,000 career points.1. Kareem Abdul-Jabbar: 38,3872. Karl Malone: 36,9283. LeBron James: 35,017 pic.twitter.com/Am57wJYP2N— NBA History (@NBAHistory) February 19, 2021 LeBron er yngstur í sögu NBA til að ná því að skora 35 þúsund stig. Hann var einnig yngstur til að skora fimm, tíu, tuttugu og þrjátíu þúsund stig. Lakers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 22 sigra og átta töp. Heitasta lið NBA, Utah Jazz, er á toppnum með 24 sigra og fimm töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Brooklyn, Milwaukee Bucks og Toronto Raptors, Sacramento Kings og Miami Heat auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 19. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
LeBron skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum í nótt. Það dugði þó ekki til. Lakers var án Anthonys Davis og Dennis Schröder, tveggja af þremur stigahæstu mönnum liðsins. Kevin Durant var fjarri góðu gamni hjá Brooklyn vegna meiðsla. „Að missa AD og svo leikstjórnandann okkar er mikið áfall. En það vantar líka leikmenn hjá þeim. Hvorugt liðið var fullskipað. Við spiluðum bara ekki eins vel og við getum. Þeir eiga hrós skilið,“ sagði LeBron eftir leikinn. Hann komst í hóp með Abdul-Jabbar og Malone þegar hann setti niður vítaskot undir lok fyrri hálfleiks. LeBron hefur nú skorað 35.017 stig. Hann vantar 1.911 stig til að ná Malone og 3.370 stig til að ná Abdul-Jabbar. LeBron James is the 3rd player in NBA history to reach 35,000 career points.1. Kareem Abdul-Jabbar: 38,3872. Karl Malone: 36,9283. LeBron James: 35,017 pic.twitter.com/Am57wJYP2N— NBA History (@NBAHistory) February 19, 2021 LeBron er yngstur í sögu NBA til að ná því að skora 35 þúsund stig. Hann var einnig yngstur til að skora fimm, tíu, tuttugu og þrjátíu þúsund stig. Lakers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 22 sigra og átta töp. Heitasta lið NBA, Utah Jazz, er á toppnum með 24 sigra og fimm töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Brooklyn, Milwaukee Bucks og Toronto Raptors, Sacramento Kings og Miami Heat auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 19. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira