Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 17:07 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði lýðræðið eiga undir högg að sækja í heiminum. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Í ræðu sem Biden hélt eftir fjarfund hans með öðrum leiðtogum G-7 ríkjanna svokölluðu, hét hann því að Bandaríkin myndu vinna sér inn traust bandamanna sinna á nýjan leik og ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið. Fundur G-7 ríkjanna og öryggisráðstefnan fer að þessu sinni fram með fjarfundafyrirkomulagi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt utan um fundinn sem hófst í dag en atvik þar sem Angela Merkel, kanslari Þýskalnds, gleymdi að slökkva á hljóðnema sínum vakti mikla kátínu í dag. 'Can you hear us Angela? I think you need to mute!'Watch the moment Boris Johnson reminds Angela Merkel to mute after she interrupts his opening statement of the remote G7 summit https://t.co/d04hLhI7cB pic.twitter.com/Psgsp7P18a— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) February 19, 2021 Í ávarpi sínu fór Biden um víðan völl og lagði línurnar varðandi utanríkisstefnu ríkisstjórnar sínar. Kom hann að mörgum málefnum eins og þeim sem varða umhverfisvernd, Úkraínu, Rússland, Íran, Kína og stríðinu í Afganistan. Þá fór Biden yfir gæði lýðræðis og sagði gífurlega mikilvægt að standa í hárinu á þeim sem vilji grafa undan því. Varaði hann við því að lýðræði stæði frammi fyrir árásum í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Lýðræðið væri nú að ganga í gegnum ákveðin tímamót og framtíð þess væri í húfi. „Ég hef fulla trú á því að lýðræðið muni og verði að vinna. Við þurfum að sýna fólki að lýðræðið geti unnið fyrir fólk okkar í þessum breytta heimi. Það er, að minni skoðun, okkar helsta verkefni. Lýðræðið verður ekki til fyrir slysni. Við þurfum að verja það. Berjast fyrir því. Standa vörð um það. Endurnýja það. Við þurfum að sanna að það er ekki tákn fyrri tíma,“ sagði Biden meðal annars. Upphaf ræðu Bidens má sjá í spilaranum hér að neðan. Þegar Biden beindi orðum sínum að Rússlandi, sakaði hann Vladimír Pútín, forseta, um að reyna að vekja samstarf Evrópuríkja og Atlantshafsbandalagið. Það gerði hann svo Rússar ættu auðveldara með að ráðskast með stök ríki. Biden sagði sömuleiðis mikilvægt að standa vörð um fullveldi Úkraínu. Forsetinn gagnrýndi einnig ráðamenn í Kína og sagði Bandaríkin og Evrópu geta staðið í hárinu á Kína í sameiningu, án nýs kalds stríðs. Í kjölfar ávarps Bidens sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að Evrópa væri tilbúin í nýjan kafla varðandi samstarf við Bandaríkin. Hún sagði einnig að ljúf orð Bidens væru góð og blessuð en aðgerða væri þörf.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Rússland Kína Íran Tengdar fréttir Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19. febrúar 2021 13:38
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19. febrúar 2021 07:33