Flestar skammbyssurnar íþrótta- eða atvinnutæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:24 Langflestar byssur á Íslandi eru notaðar til veiða eða íþróttaiðkunar. Lögregla verður ekki mikið vör við að skotvopnum sé smyglað til landsins. Þetta sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn. Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn.
Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira