Húsnæðisbætur fyrir útvalda Ágústa Ágústsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:25 Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Byggðamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla. Almennt lít ég þetta jákvæðum augum, því þetta er gott skref að mínu mati fyrir börnin okkar í átt að sjálfstæði þó þetta fyrirkomulag henti ekki öllum. Þessari stöðu fylgir þó töluverður kostnaður og er heimavistin eingöngu einn hluti þess. Til að vega á móti kostnaði fást húsnæðisbætur sem skipta miklu í heildaruppgjörinu. Við eigum tvær dætur í framhaldsskóla á Akureyri. Sú eldri var fyrstu tvö árin á heimavist og líkaði það vel, en svo kom að hún sóttist eftir meira sjálfstæði og vildi því komast í búsetu þar sem hún hefði tækifæri á að elda sinn eigin mat og þvo sinn eigin þvott. Hvorugt þessa er í boði á heimavist. Þetta fannst okkur jákvæð þróun á þeirri leið hennar að verða sjálfstæð fullorðin manneskja. Hún ákvað því að leigja herbergi í íbúðarhúsnæði þar sem hún deilir sameiginlegri aðstöðu með öðrum leigjendum, eins og t.d. eldhúsi (3 eldhús eru í húsinu), baðherbergi (3 slík eru í húsinu) og þvottahúsaðstöðu. Hún deilir hæðinni sinni með 2-3 háskólanemum. Þarna lærir hún að umgangast og deila húsnæði og verkum með öðru fólki sem við teljum góðan skóla. Samvinna er góð meðal íbúa þess og húsnæðið er í eigu löggilds leigufélags. Þar sem hún varð ekki 18 ára fyrr en í desember 2020 þáði hún húsnæðisstyrk af sveitarfélagi sínu, Norðurþingi, sem ætlaður er ungmennum frá 15-17 ára aldurs. Sveitarfélagið gerði engar athugasemdir við húsnæðið, en sýna þarf fram á löggildan leigusamning og staðfestingu á skólavist. En þegar hún ný lögráða, sendi inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bar við annað hljóð í kútnum. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli laga, að húsnæðið sem hún búi í, feli ekki í sér venjulega eða fullnægjandi heimilisaðstöðu, þar sem hún hafi hvorki séreldhús eða séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Lögin segja að hún eigi eingöngu rétt á húsnæðisbótum ef hún: a) Býr á heimavist, skólagarði, sambýli fatlaðra eða á sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. b) Leigi heila íbúð eða einbýli. Þá segir í c. lið 3. mgr. 9. greinar að húsnæðisbætur verði ekki veittar vegna leigu á hluta íbúðarhúsnæðis, svo sem vegna leigu á einstökum herbergjum. Þetta þykir mér verulega undarlegt. Ef ástæða laga þessa er til að koma í veg fyrir söfnun fjölda einstaklinga í óásættanlega lítið rými, með ófullnægjandi aðstöðu miðað við fjöldann sem þar býr þá þarf að skýra það sérstaklega. Þessi mismunun getur bara ekki staðist í mínum huga. Þetta er meira svona „af því bara við segjum það“ lög sem standast engin rök. Í hnotskurn er verið að segja dóttur okkar að hún sé gjaldgeng ef: a) hún flytji aftur á heimavistina þar sem hún deilir þá herbergi og baðherbergi með öðrum herbergisfélaga (og nota bene þá fá báðir herbergisfélagarnir húsnæðisbætur), hefur enga eldunaraðstöðu og enga þvottaaðstöðu, eða b) hún leigi heila íbúð eða einbýlishús. Og rökin eru, að allt annað telji þau ekki ásættanlega búsetu, af því bara. Og þar sem hún glímir ekki við fötlun né er að koma úr fangelsi eða vímuefnameðferð, þá á sambýli eða áfangaheimili ekki við. Í 2. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir m.a. „Stofnunin skal stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.“ Benda má á að Jafnræðisreglan segir, að allir skuli vera jafnir gagnvart lögum og bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. Þá kveður meðalhófsreglan á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiði. Hvaða lögmætu markmiðum í þessu tilviki ? Hún nýtti andmælarétt sinn og skrifaði formlegt bréf til rökstuðnings sínu máli. Í mjög svo óformlegu svari sérfræðings er henni hafnað m.a. með þeim orðum að ekki sé hægt að líta framhjá lögunum, og þar sem að fleiri hafi bent á þetta, sé komið fordæmi fyrir synjun bóta í slíkum málum. En henni er velkomið að kæra úrskurðinn áfram til Úrskurðunarnefndar velferðarmála. Takk pent fyrir! Höfundur er íbúi á Norðausturlandi og foreldri barna í framhaldsnámi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun