Launaþjófnaður verði refsiverður Birgir Þórarinsson skrifar 24. febrúar 2021 09:32 Kalli verkalýðshreyfingarinnar svarað Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum. Frumvarpið kynnt en engin viðbrögð Þann 29. október var tilkynning send á fjölmiðla um framlagningu frumvarpsins. Fátt var um viðbrögð þó var frumvarpsins getið í Skessuhorni. Þann 30. sama mánaðar var send tilkynning til allra stéttarfélaga og vakin athygli á málinu. Engin viðbrögð! Krafa um slíkt ákvæði hefur komið frá nokkrum verkalýðsforingjum í fjölmiðlum, jafnharðan hefur verið haft samband við þá en þeir aldrei svarað. Hvað veldur? Stjórnvaldssekt allt að 5 milljónir króna Í frumvarpinu er lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 5 milljónum króna á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Frumvarpið veitir jafnframt Vinnumálastofnun viðeigandi úrræði til að rannsaka mál til hlítar, auk þess sem hnykkt er á persónuverndarsjónarmiðum við meðferð gagna þótt skýrt sé að lög um persónuvernd nái yfir þau. Auk þess er bætt við ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnumálastofnunar.Brýnt er að í lögum sé kveðið á um úrræði af þessu tagi svo ekki sé til staðar hvati til að greiða laun undir lágmarkskjörum án þess að viðurlög liggi við þeirri háttsemi. Úrræðið snýr einungis að því að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði og er óháð rétti launamanns til að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekanda með stuðningi síns stéttarfélags og eftir atvikum fyrir dómstólum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Kjaramál Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Kalli verkalýðshreyfingarinnar svarað Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum. Frumvarpið kynnt en engin viðbrögð Þann 29. október var tilkynning send á fjölmiðla um framlagningu frumvarpsins. Fátt var um viðbrögð þó var frumvarpsins getið í Skessuhorni. Þann 30. sama mánaðar var send tilkynning til allra stéttarfélaga og vakin athygli á málinu. Engin viðbrögð! Krafa um slíkt ákvæði hefur komið frá nokkrum verkalýðsforingjum í fjölmiðlum, jafnharðan hefur verið haft samband við þá en þeir aldrei svarað. Hvað veldur? Stjórnvaldssekt allt að 5 milljónir króna Í frumvarpinu er lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 5 milljónum króna á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Frumvarpið veitir jafnframt Vinnumálastofnun viðeigandi úrræði til að rannsaka mál til hlítar, auk þess sem hnykkt er á persónuverndarsjónarmiðum við meðferð gagna þótt skýrt sé að lög um persónuvernd nái yfir þau. Auk þess er bætt við ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnumálastofnunar.Brýnt er að í lögum sé kveðið á um úrræði af þessu tagi svo ekki sé til staðar hvati til að greiða laun undir lágmarkskjörum án þess að viðurlög liggi við þeirri háttsemi. Úrræðið snýr einungis að því að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði og er óháð rétti launamanns til að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekanda með stuðningi síns stéttarfélags og eftir atvikum fyrir dómstólum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun