Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 13:28 Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom Húsavík á kortið í hugum Eurovison-aðdáenda. Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur unnið lengi að nýjum heimildaþáttum um heimsfaraldurinn. Netflix/Vísir Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“
Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent