Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 09:00 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. @athenabasketballiceland Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kemur að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl mun sjálfur tala fyrir tillögunni á þinginu um aðra helgi, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Tillaga UMFK felur í sér að eftirfarandi verði bætt við reglu um flokkaskiptingu leikmanna: Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. „Þetta snýst ekki um hverju við viljum ná fram, við erum að „representa“ stelpurnar. Þær vilja breyta þessu,“ segir Vésteinn Sveinsson þjálfari hjá Aþenu. „Sjálfsagður hlutur í okkar augum“ Í breytingatillögunni, sem sjá má hér að ofan, er ekki gert ráð fyrir að stelpnalið geti orðið Íslandsmeistari í flokki stráka, eða öfugt. Þau fái ekki að spila í úrslitamótunum. Aðspurður hvers vegna ekki sé gengið lengra bendir Vésteinn á að hægt verði að taka skrefið til fulls síðar. Aðspurður hvort að jarðvegurinn hefði verið kannaður – hvort stuðningur væri við tillöguna í körfuboltahreyfingunni – svarar Vésteinn: „Við höfum ekki kannað það og sáum ekki ástæðu til þess, þar sem þetta er frekar sjálfsagður hlutur í augum stelpnanna. Enda er þetta svona í fleiri löndum eins og fram kom í myndinni. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að þessu sé breytt.“ Þó að breytingin yrði að veruleika væri ekki sjálfgefið að Aþena nýtti sér hana strax: „Það eru nú nokkrar stelpur hjá okkur sem verða komnar yfir þetta aldurstakmark á næsta ári þannig að þetta verður þá of seint fyrir þær. En við eða önnur lið gætum nýtt þetta í framtíðinni,“ segir Vésteinn. Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kemur að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl mun sjálfur tala fyrir tillögunni á þinginu um aðra helgi, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Tillaga UMFK felur í sér að eftirfarandi verði bætt við reglu um flokkaskiptingu leikmanna: Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. „Þetta snýst ekki um hverju við viljum ná fram, við erum að „representa“ stelpurnar. Þær vilja breyta þessu,“ segir Vésteinn Sveinsson þjálfari hjá Aþenu. „Sjálfsagður hlutur í okkar augum“ Í breytingatillögunni, sem sjá má hér að ofan, er ekki gert ráð fyrir að stelpnalið geti orðið Íslandsmeistari í flokki stráka, eða öfugt. Þau fái ekki að spila í úrslitamótunum. Aðspurður hvers vegna ekki sé gengið lengra bendir Vésteinn á að hægt verði að taka skrefið til fulls síðar. Aðspurður hvort að jarðvegurinn hefði verið kannaður – hvort stuðningur væri við tillöguna í körfuboltahreyfingunni – svarar Vésteinn: „Við höfum ekki kannað það og sáum ekki ástæðu til þess, þar sem þetta er frekar sjálfsagður hlutur í augum stelpnanna. Enda er þetta svona í fleiri löndum eins og fram kom í myndinni. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að þessu sé breytt.“ Þó að breytingin yrði að veruleika væri ekki sjálfgefið að Aþena nýtti sér hana strax: „Það eru nú nokkrar stelpur hjá okkur sem verða komnar yfir þetta aldurstakmark á næsta ári þannig að þetta verður þá of seint fyrir þær. En við eða önnur lið gætum nýtt þetta í framtíðinni,“ segir Vésteinn.
Tillaga UMFK felur í sér að eftirfarandi verði bætt við reglu um flokkaskiptingu leikmanna: Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ.
Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01