Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 Ásgrímur Hermannsson skrifar 3. mars 2021 07:00 Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fíkn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun