NBA dagsins: Nikola Jokic komst í fámennan hóp með Wilt Chamberlain Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 15:00 Nikola Jokic er búinn að bæta sig mikið og er að spila frábærlega með liði Denver Nuggets á þessu tímabili. Getty/Will Newton Það er orðið ljóst að Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets, ætlar að gera tilkall til þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar í ár. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira