Jón Axel hefur verið öflugur það sem af er tímabili í Þýskalandi og þar var engin breyting á í kvöld. Hann var stigahæstur með 17 stig ásamt því að gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvívegis og hirða fjögur fráköst.
Skyliners eru eftir sigur kvöldsins í 9. sæti með 16 stig, aðeins fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar.