Banvæn féþúfa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 5. mars 2021 10:00 Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Það skapar óhjákvæmilega erfðablöndun við villta og staðbundna laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir það, mesta lagi hægt á þróuninni. Táknrænt um það eru myndavélar sem menn dýfa niður í árvötnin með ærnum kostnaði til að mynda göngufiska og ætla svo að skilja eldisfiskana frá. En stærstur hluti sleppifiska úr opnum sjókvíum eru að uppruna seiði sem sluppu og verða ekki greindir af myndum sem fullorðnir eldisfiskar á göngu upp árnar til hrygningar, en merkingarskylda seiða í kvíum hefur verið afnumin. Þetta vita sérfræðingar, en láta eins og vind um eyru þjóta, og stjórnmálamenn glepjast af „gróðanum“ í eldinu og sjá ekki annað. Fyrr en varir birtast niðurstöður úr rannsóknum sem sýna umtalsverða erfðablöndun í villtum laxastofnum. Eldislax er t.d. þegar kominn í flestar árnar í Arnarfirði. Það er fórnin fyrir gróða norskra auðrisa af nýlendu sinni á Íslandi. Þetta heitir að svíkja umhverfið í banvænar greipar og fórna villta laxinum. Hin pólitíska hugsjón, sem horfir upp á það aðgerðalaus, hlýtur að vera æði dofin og köld. En norsku eldisrisarnir hrósa sér af því heima hjá sér að framtíðin felist ekki í opna sjókvíaeldinu heldfur landeldi og risaseldiskvíum langt úti á hafi víðsfjarri viðkvæmum fjörðum. Reynslan af opna eldinu í fjörðunum í Noregi hefur reynst svo skaðleg fyrir umhverfið og villta fiskistofna að fullreynt þykir. En hér á landi er flest leyfilegt og umhverfisverndin þvælist ekki fyrir. Þá dugar að norskir eldisrisar monti sig af því að bjarga „örmagna“ byggðum og fá svo eldisleyfin nánast ókeypis á silfurfati sem kosta tugi milljarða í Noregi. Líklega hefur landsbyggðarpólitíkin ekki lagst lægra í seinni tíð að verða svo auðblekkt féþúfa fyrir fáeina norska eldisrisa og í boði íslenskra stjórnmálamanna sem virðast uppgefnir á að skapa skilyrði fyrir trausta búsetu og afkomu í dreifðum byggðum. Svo ætla sömu stjórnmálamenn að berja á dyr fólks fyrir kosningar og telja því trú um að þeim sé sérstaklega annt um græna atvinnu og umhverfisvernd. Við lifum örugglega í raunheimum? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun