Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 8. mars 2021 10:30 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ sem mætti yfirfæra á okkar ylhýra sem „Veldu að ögra“. Þemað í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum og halda honum á tánum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge." Mér finnst þetta góð áskorun og hvet öll til að taka henni og leggja sitt af mörkum í átt að kynjajafnrétti. Því kynjajafnrétti er ekki bara mál kvenna. Í aldanna rás hafa konur þurft að mæta alls kyns óréttlæti og öflum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér, eingöngu vegna þess að við erum konur. Í aldanna rás hafa konur þurft að berjast fyrir hvers kyns réttindum sem teljast sjálfsögð af flestum okkar í dag en kostuðu meira en við getum ímyndað okkur. Réttindum sem við erum enn að berjast fyrir, og mætum stöðugu mótlæti í baráttunni, eingöngu vegna þess að við erum konur. Og kynjakerfið vinnur ekki með konum. Ég fagna öllum sigrum í réttindabaráttunni og afrekum kvenna og ég er þakklát öllum þeim konum sem hafa rutt brautina í gegnum tíðina. Ég fyllist stolti þegar ég rekst á fréttir um fyrstu konuna til að ná ákveðnum áfanga. En á sama tíma fyllist ég líka ákveðnu hugarangri. Hugarangri yfir því að árið 2021 erum við enn að upplifa það að konur geri eitthvað í fyrsta skipti. Eitthvað sem þykir svo sjálfsagt að sé framkvæmt af körlum en hefur hingað til reynst ógjörningur fyrir konur. Eitthvað sem karlar hafa gert í aldanna rás en konur hafa sérstaklega þurft að berjast fyrir. Ég fyllist hugarangri vegna þess að slíkar fréttir sýna okkur hve langt við raunverulega eigum í land með að ná fullu kynjajafnrétti. Hugarangri yfir því að árið 2021 er kerfið okkar ennþá svo kyrfilega meitlað í stein og svo vandlega hugsað út frá körlum að aðrar breytur í samfélaginu eiga varla möguleika. Árið er 2021 og ennþá mætum við konur mótlæti af ýmsu tagi. Okkur er gert að klæða okkur svona eða hinsegin, tala svona eða hinsegin, vera sætar og prúðar en láta ekki of mikið á okkur bera því slíkt hæfir ekki konum. Konur þurfa bara alltaf að vera duglegri við að vera einhverjar allt aðrar en við erum bara vegna þess að þær sem við erum er annað hvort of mikið eða alls ekki nóg. Við eigum að vinna, sinna heimili og ná langt á framabrautinni en fáum lægri laun en karlar, bara vegna þess að við erum konur. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki keyra, mennta sig, vinna fyrir sér, kjósa eða taka þátt í stjórnmálum. Við búum í heimi þar sem konum er ekki óhætt að ganga einar heim í myrkrinu því þær gætu átt það á hættu að vera áreittar, nauðgað, drepnar. Við búum í heimi þar sem konur verða fyrir ofbeldi, bæði heima fyrir og annarsstaðar. Við búum í heimi þar sem líkamar kvenna eru notaðir í fjárhagsskyni og sem vopn í hernaði. Við búum í heimi þar sem sársaukafullar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum kvenna án þeirra samþykkis vegna þess að konur eiga ekki að njóta kynlífs eins og karlar. Líkamar þeirra eru einungis til þess að ala börn og veita körlum þeirra unað. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki elska þau sem þær vilja og eru drepnar af fjölskyldumeðlimum því ást þeirra er synd og skömm fyrir fjölskylduna. Við búum í heimi þar sem konur mega hvorki sjást eða heyrast. Við búum í heimi þar sem ennþá er svo langt í kynjajafnrétti. Árás á eina konu er árás á alla þá baráttu sem konur hafa þurft að heyja öldum saman. Baráttu til að gefa næstu kynslóðum meiri möguleika en formæður okkar gátu nokkurn tímann vonast til að búa við sjálfar. Árás á eina konu er tilraun til að bæla niður allar konur og draga úr okkur kjark svo að kynjakerfinu verði haldið við. Sama kjark og við notum til að mæta öflunum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér. En við látum ekki draga úr okkur kjarkinn og við höldum ótrauðar áfram þar til fullu kynjajafnrétti er náð. Við sjáum dæmi um það á hverjum degi hvernig konur velja það að ögra heiminum. Formæður okkar, brautryðjendurnir, gerðu það og við þurfum að gæta þess að ekki slökkni í bálinu sem þær tendruðu. Við erum sem betur fer ekki einar í baráttunni og margt hefur áunnist í gegnum tíðina. En betur má ef duga skal. Þetta er ekkert flókið. Ég og kynsystur mínar höfum fullan rétt á því að ganga á þessari jörð óáreittar og með sömu réttindi og karlar. Ég vel því að ögra kerfinu sem við búum við í dag og legg af mörkum það sem ég get til að börnin mín fái vonandi að upplifa tíma þar sem fullu kynjajafnrétti er náð. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Við þurfum öll að velja það að ögra kerfinu á einn eða annan hátt. Fyrr náum við ekki fullu kynjajafnrétti og jöfnum tækifærum. Til hamingju með daginn! Höfundur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ sem mætti yfirfæra á okkar ylhýra sem „Veldu að ögra“. Þemað í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum og halda honum á tánum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge." Mér finnst þetta góð áskorun og hvet öll til að taka henni og leggja sitt af mörkum í átt að kynjajafnrétti. Því kynjajafnrétti er ekki bara mál kvenna. Í aldanna rás hafa konur þurft að mæta alls kyns óréttlæti og öflum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér, eingöngu vegna þess að við erum konur. Í aldanna rás hafa konur þurft að berjast fyrir hvers kyns réttindum sem teljast sjálfsögð af flestum okkar í dag en kostuðu meira en við getum ímyndað okkur. Réttindum sem við erum enn að berjast fyrir, og mætum stöðugu mótlæti í baráttunni, eingöngu vegna þess að við erum konur. Og kynjakerfið vinnur ekki með konum. Ég fagna öllum sigrum í réttindabaráttunni og afrekum kvenna og ég er þakklát öllum þeim konum sem hafa rutt brautina í gegnum tíðina. Ég fyllist stolti þegar ég rekst á fréttir um fyrstu konuna til að ná ákveðnum áfanga. En á sama tíma fyllist ég líka ákveðnu hugarangri. Hugarangri yfir því að árið 2021 erum við enn að upplifa það að konur geri eitthvað í fyrsta skipti. Eitthvað sem þykir svo sjálfsagt að sé framkvæmt af körlum en hefur hingað til reynst ógjörningur fyrir konur. Eitthvað sem karlar hafa gert í aldanna rás en konur hafa sérstaklega þurft að berjast fyrir. Ég fyllist hugarangri vegna þess að slíkar fréttir sýna okkur hve langt við raunverulega eigum í land með að ná fullu kynjajafnrétti. Hugarangri yfir því að árið 2021 er kerfið okkar ennþá svo kyrfilega meitlað í stein og svo vandlega hugsað út frá körlum að aðrar breytur í samfélaginu eiga varla möguleika. Árið er 2021 og ennþá mætum við konur mótlæti af ýmsu tagi. Okkur er gert að klæða okkur svona eða hinsegin, tala svona eða hinsegin, vera sætar og prúðar en láta ekki of mikið á okkur bera því slíkt hæfir ekki konum. Konur þurfa bara alltaf að vera duglegri við að vera einhverjar allt aðrar en við erum bara vegna þess að þær sem við erum er annað hvort of mikið eða alls ekki nóg. Við eigum að vinna, sinna heimili og ná langt á framabrautinni en fáum lægri laun en karlar, bara vegna þess að við erum konur. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki keyra, mennta sig, vinna fyrir sér, kjósa eða taka þátt í stjórnmálum. Við búum í heimi þar sem konum er ekki óhætt að ganga einar heim í myrkrinu því þær gætu átt það á hættu að vera áreittar, nauðgað, drepnar. Við búum í heimi þar sem konur verða fyrir ofbeldi, bæði heima fyrir og annarsstaðar. Við búum í heimi þar sem líkamar kvenna eru notaðir í fjárhagsskyni og sem vopn í hernaði. Við búum í heimi þar sem sársaukafullar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum kvenna án þeirra samþykkis vegna þess að konur eiga ekki að njóta kynlífs eins og karlar. Líkamar þeirra eru einungis til þess að ala börn og veita körlum þeirra unað. Við búum í heimi þar sem konur mega ekki elska þau sem þær vilja og eru drepnar af fjölskyldumeðlimum því ást þeirra er synd og skömm fyrir fjölskylduna. Við búum í heimi þar sem konur mega hvorki sjást eða heyrast. Við búum í heimi þar sem ennþá er svo langt í kynjajafnrétti. Árás á eina konu er árás á alla þá baráttu sem konur hafa þurft að heyja öldum saman. Baráttu til að gefa næstu kynslóðum meiri möguleika en formæður okkar gátu nokkurn tímann vonast til að búa við sjálfar. Árás á eina konu er tilraun til að bæla niður allar konur og draga úr okkur kjark svo að kynjakerfinu verði haldið við. Sama kjark og við notum til að mæta öflunum sem láta ekki hrófla svo auðveldlega við sér. En við látum ekki draga úr okkur kjarkinn og við höldum ótrauðar áfram þar til fullu kynjajafnrétti er náð. Við sjáum dæmi um það á hverjum degi hvernig konur velja það að ögra heiminum. Formæður okkar, brautryðjendurnir, gerðu það og við þurfum að gæta þess að ekki slökkni í bálinu sem þær tendruðu. Við erum sem betur fer ekki einar í baráttunni og margt hefur áunnist í gegnum tíðina. En betur má ef duga skal. Þetta er ekkert flókið. Ég og kynsystur mínar höfum fullan rétt á því að ganga á þessari jörð óáreittar og með sömu réttindi og karlar. Ég vel því að ögra kerfinu sem við búum við í dag og legg af mörkum það sem ég get til að börnin mín fái vonandi að upplifa tíma þar sem fullu kynjajafnrétti er náð. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Við þurfum öll að velja það að ögra kerfinu á einn eða annan hátt. Fyrr náum við ekki fullu kynjajafnrétti og jöfnum tækifærum. Til hamingju með daginn! Höfundur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar