Styrkja verður stöðu +50 Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 9. mars 2021 17:30 Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar