Styrkja verður stöðu +50 Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 9. mars 2021 17:30 Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun