Biden í basli á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 23:01 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, á gangi við Hvíta húsið. AP/Patrick Semansky Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar. Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira