Valsmenn hafa ekki unnið KR-inga á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 14:30 KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson og KR-goðsögnin Jón Arnór Stefánsson í fyrri leik liðanna en Jón Arnór ákvað að spila með Val í vetur. Vísir/Vilhelm KR tekur á móti Val í stórleik kvöldsins í Domino´s deild karla í körfubolta en í liði gestanna úr Val eru margir leikmenn sem hafa unnið marga titla með KR-liðinu á síðustu árum. KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Sjá meira
KR vann níu stiga sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, 80-71, en það hefur gengið á ýmsu í báðum herbúðum síðan þá. Valsmenn eru nú komnir með fullt lið og KR-ingar hafa einnig bætt við sig leikmönnum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20.05. Það þarf að fara mjög langt aftur í tímann til að finna Valssigur á móti KR á Íslandsmótinu í körfubolta. KR hefur nefnilega unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína á móti Val í úrvalsdeildinni eða alla leiki sína á móti Hlíðarendaliðinu á þessari öld. Síðasti sigur Vals á KR var í lokaumferðinni á 1998-99 tímabilinu en sá var spilaður í Hagaskólanum 11. mars 1999 eða fyrir nákvæmlega 22 árum síðan. Valsmenn voru þá í harðri fallbaráttu og þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda. Það tókst því Valur vann leikinn með sjö stigum, 80-73. Sigurinn dugði þó ekki til að halda sætinu í deildinni því Þór Ak. vann Tindastóls á sama tíma og sendi Valsliðið niður í 1. deildina. Kenneth Richards skoraði 33 stig fyrir Valsmenn en maður leiksins var Bergur Már Emilsson með 19 stig og fjóra þrista. Daninn Jesper W Sörensen var stigahæstur í KR-liðinu með 24 stig og þjálfarinn Keith Vassell var með 17 stig og 12 fráköst. Valsmenn hafa einu sinni komist virkilega nálægt því að vinna KR síðan en leikur liðanna 18. desember 2011 endaði í framlengingu. KR vann framlenginguna 17-15 og þar með leikinn 85-83. Leikur KR og Vals verður ekki sá eini í beinni útsendingu því klukkan 18.05 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport. Dominos Tilþrifin úr fjórtándu umferð verða síðan á sömu stöð eftir leik KR og Vals. Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu sautján deildarleikir KR og Vals: 18. janúar 2021: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (80-71) 12. mars 2020: KR vann á Hlíðarenda með 9 stigum (90-81) 12. desember 2019: KR vann í DHL-höllinni með 11 stigum (87-76) 24. janúar 2019: KR vann í DHL-höllinni mðe 7 stigum (96-89) 26. október 2018: KR vann á Hlíðarenda með 16 stigum (95-79) 25. janúar 2018: KR vann í DHL-höllinni með 12 stigum (72-60) 26. október 2017: KR vann á Hlíðarenda með 7 stigum (80-73) 13. mars 2014: KR vann í DHL-höllinni með 23 stigum (101-78) 12. desember 2013: KR vann á Hlíðarenda með 28 stigum (102-74) 16. mars 2012: KR vann á Hlíðarenda með 33 stigum (105-72) 18. desember 2011: KR vann í DHL-höllinni með 2 stigum (85-83) 16. janúar 2003: KR vann á Hlíðarenda með 8 stigum (89-81) 20. október 2002: KR vann í DHL-höllinni með 24 stigum (90-66) 18. febrúar 2001: KR vann í DHL-höllinni með 16 stigum (78-62) 14. nóvember 2000: KR vann í Grafarvogi með 22 stigum (88-66) 11. mars 1999: Valur vann í Hagaskóla með 7 stigum (80-73) 17. desember 1998: KR vann á Hlíðarenda með 11 stigum (91-80)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Sjá meira