Ótrúlegar frammistöður hjá Isabellu Ósk og Ariel Hearn er Breiðablik og Fjölnir lönduðu góðum sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 21:45 Isabella Ósk átti ótrúlegan leik í kvöld. Hún skoraði 21 stig og tók 28 fráköst. Vísir/Daniel Thor Breiðablik og Fjölnir unnu leiki sína í Dominos-deild kvenna í kvöld. Breiðablik vann Snæfell örugglega í Smáranum, 93-76. Fjölnir vann Skallagrím í hörkuleik í Grafarvoginum, lokatölur 98-90. Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira