Ragnar Þór endurkjörinn sem formaður VR Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 14:06 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR. Hann hlaut 63 prósent atkvæða. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð. Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59
„Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22