Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:23 Héraðsdómur úrskurðaði að bifreiðin sem Smart bílar seldu stefnanda hafi verið gallaður samkvæmt lögum. Vísir/vilhelm Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira