„Gaman að Ingvi skoraði 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki var uppi í stúku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 20:47 Þórsararnir hans Bjarka Ármanns Oddssonar unnu langþráðan útisigur í kvöld. vísir/vilhlem Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, ljómaði eins og sól í heiði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, 86-91. Þetta var fyrsti útisigur Þórsara á tímabilinu. Bjarki hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn, sérstaklega Ingva Þór Guðmundssyni sem kom óvænt til Þórs eftir að hafa verið látinn fara frá Haukum. Bjarki er ánægður með þá búbót og gat ekki stillt sig um að skjóta á þjálfara Hauka, Israel Martin. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þetta var algjör liðssigur. Það er gaman að Ingvi skori 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki er uppi í stúku. Þetta sýnir hversu frábær leikmaður hann er og guðsgjöf fyrir Þór,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leikinn. Þórsarar spiluðu heldur lina vörn í 1. leikhluta þar sem þeir fengu á sig 33 stig. „Við létum finna meira fyrir okkur. Við fengum ekki villu í 1. leikhluta og hugarfarið breyttist. Auðvitað kom Tommi [Þórður Hilmarsson] okkur svakalega á óvart með 22 stig. Hann var alveg stórkostlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki. Eftir að Þór komst yfir var þjálfarinn sannfærður um að þeir myndu landa sigrinum. „Við vitum að Stjarnan rúllar mikið og getur misst taktinn. Ég sagði strákunum að halda einbeitingu, það skipti ekki máli þótt við værum að tapa með tíu stigum, við kæmum alltaf til baka. Um leið og við komumst yfir fundu strákarnir að þetta væri komið. Mér fannst við vera betra liðið í dag. Þeir söknuðu örugglega Alexanders Lindqvist sem er búinn að spila frábærlega fyrir þá,“ sagði Bjarki. Hann var virkilega sáttur með liðsheild Þórsara í kvöld og sagðir að allir sem komu við sögu í leiknum hafi lagt í púkkið. „Guy [Landry Edi] stóð sig frábærlega í því sem hann á að gera, Ivan [Aurrecoechea] auðvitað stórkostlegur eins og alltaf, Andrius [Globys] er límið í liðinu, Dedrick [Basile] sprengir upp varnirnar, Srdjan [Stojanovic] var stórkostlegur þótt hann hafi ekki hitt. Strákarnir sem komu af bekknum, Hlynur [Freyr Einarsson] og Raggi [Ágústsson] lögðu sitt af mörkum,“ sagði Bjarki hæstánægður að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Bjarki hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn, sérstaklega Ingva Þór Guðmundssyni sem kom óvænt til Þórs eftir að hafa verið látinn fara frá Haukum. Bjarki er ánægður með þá búbót og gat ekki stillt sig um að skjóta á þjálfara Hauka, Israel Martin. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þetta var algjör liðssigur. Það er gaman að Ingvi skori 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki er uppi í stúku. Þetta sýnir hversu frábær leikmaður hann er og guðsgjöf fyrir Þór,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leikinn. Þórsarar spiluðu heldur lina vörn í 1. leikhluta þar sem þeir fengu á sig 33 stig. „Við létum finna meira fyrir okkur. Við fengum ekki villu í 1. leikhluta og hugarfarið breyttist. Auðvitað kom Tommi [Þórður Hilmarsson] okkur svakalega á óvart með 22 stig. Hann var alveg stórkostlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki. Eftir að Þór komst yfir var þjálfarinn sannfærður um að þeir myndu landa sigrinum. „Við vitum að Stjarnan rúllar mikið og getur misst taktinn. Ég sagði strákunum að halda einbeitingu, það skipti ekki máli þótt við værum að tapa með tíu stigum, við kæmum alltaf til baka. Um leið og við komumst yfir fundu strákarnir að þetta væri komið. Mér fannst við vera betra liðið í dag. Þeir söknuðu örugglega Alexanders Lindqvist sem er búinn að spila frábærlega fyrir þá,“ sagði Bjarki. Hann var virkilega sáttur með liðsheild Þórsara í kvöld og sagðir að allir sem komu við sögu í leiknum hafi lagt í púkkið. „Guy [Landry Edi] stóð sig frábærlega í því sem hann á að gera, Ivan [Aurrecoechea] auðvitað stórkostlegur eins og alltaf, Andrius [Globys] er límið í liðinu, Dedrick [Basile] sprengir upp varnirnar, Srdjan [Stojanovic] var stórkostlegur þótt hann hafi ekki hitt. Strákarnir sem komu af bekknum, Hlynur [Freyr Einarsson] og Raggi [Ágústsson] lögðu sitt af mörkum,“ sagði Bjarki hæstánægður að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira