Vilja að KKÍ og íþróttahreyfingin yfir höfuð taki tillit til allra kynja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson og Hannes S. Jónsson eru á því að það þurfi að lagfæra skiptingu yngri flokka í körfuboltanum hér á landi. Vísir/Vilhelm Tillaga þess efnis að stráka- og stelpnalið fái að keppa í sama flokki á Íslandsmótinu í körfubolta til 14 ára aldurs var felld á ársþingi KKÍ í dag. Það virðist þó sem sambandið sé tilbúið að skoða kynjablöndun í yngri flokkum á komandi misserum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32