Þetta gæti verið einfalt Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:01 Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar