Fordómafulla Ísland Lúðvík Júlíusson skrifar 16. mars 2021 11:01 Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun