Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:46 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira