Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 20:54 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR. Landhelgisgæslan Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í kvöld og varð engum meint af. Mbl.is greindi fyrst frá ógöngum tökuliðsins en Ásgeir hefur ekki upplýsingar um í hvaða erindagjörðum það var. Alls voru fimm farþegar um borð í bátnum auk tveggja manna áhafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. „Eins og staðan er núna þá er áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, með bátinn í togi til hafnar. Þyrlan lenti laust eftir hálf átta með farþegana sem voru hífðir frá borði en það var ákveðið að gera það til að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Lenti þyrlan með farþegana á Ísafirði áður en hún hélt suður. Laust eftir fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að leki hefði komið að farþegabátnum og að hann væri orðinn aflvana norður af Hornströndum. „Það var ákveðið að kalla út þyrluna og tvö björgunarskip auk þess sem öll skip í grenndinni voru beðin að halda á staðinn.“ Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsvinir Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í kvöld og varð engum meint af. Mbl.is greindi fyrst frá ógöngum tökuliðsins en Ásgeir hefur ekki upplýsingar um í hvaða erindagjörðum það var. Alls voru fimm farþegar um borð í bátnum auk tveggja manna áhafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. „Eins og staðan er núna þá er áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, með bátinn í togi til hafnar. Þyrlan lenti laust eftir hálf átta með farþegana sem voru hífðir frá borði en það var ákveðið að gera það til að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Lenti þyrlan með farþegana á Ísafirði áður en hún hélt suður. Laust eftir fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að leki hefði komið að farþegabátnum og að hann væri orðinn aflvana norður af Hornströndum. „Það var ákveðið að kalla út þyrluna og tvö björgunarskip auk þess sem öll skip í grenndinni voru beðin að halda á staðinn.“ Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsvinir Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira