Byggjum nýtt geðsjúkrahús Karl Reynir Einarsson skrifar 17. mars 2021 07:30 Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun