Byggjum nýtt geðsjúkrahús Karl Reynir Einarsson skrifar 17. mars 2021 07:30 Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar