Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 09:25 Lögreglu var í gærkvöld tilkynnt um mann í „fullum skrúða frá Landsbjörg“ sem gekk í hús í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“ Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“
Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira