Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna Árni Jóhannsson skrifar 21. mars 2021 21:35 Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik en skammaðist sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Vísir/Bára KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“ KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“
KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10