NBA dagsins: Einn af skemmtilegustu leikjunum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 15:01 Luke Kennard átti ótrúlegan seinni hálfleik í sigri Los Angeles Clippers. AP/Mark J. Terrill Ein löng sigurganga og ein miklu lengri taphrina enduðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira