Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 00:02 Yfirmaður starfsmannsins sagðist þurfa að segja honum upp þar sem ekki væri hægt að verja viðveru hans í húsinu. Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð. Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð.
Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira