Valdníðsla, þöggun og mismunun Sara Pálsdóttir skrifar 24. mars 2021 14:31 Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Sara Pálsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Um daginn barst mér bréf þar sem kærum skjólstæðings míns til lögreglu á hendur embættismönnum vegna brota í opinberu starfi var vísað frá, án rökstuðnings. Rökstuðningur barst skv. kröfu og sagði í reynd ekkert annað en að umræddu stjórnvaldi væri treyst af lögreglu. Kæru, sem var gríðarlega ítarleg og vel rökstudd, studd gögnum, sem að mínu mati, og sýndi glögglega fram á að efni kærunnar ásamt heimvísun undir tiltekin hegningarlagaákvæði, var rétt. Um var að ræða opinbera starfsmenn, suma hátt setta, sem frömdu þessi meintu brot. Gegn borgara þessa lands, skjólstæðingi mínum, með það að markmiði að valda skjólstæðingi mínum mesta velferðarmissi sem unnt er að hugsa sér, sem felst í því að missa börn sín frá sér endanlega. Hin meintu brot fólust í því að nota rakalaus ósannindi, villandi ummæli og rangfærslur, ítrekað og af ásetningi, í því augnmiði að taka börnin af skjólstæðingi mínum. Ljóst er að engin vernd gegn slíkum brotum opinberra starfsmanna er í boði á Íslandi. Brotin eru þögguð niður, og þar með látin viðgangast áfram og ekkert breytist. Þegar ég hef reynt að benda á þetta fyrir dómi, hefur verið þaggað niður í mér. Lögreglan neitar að rannsaka þetta. Dómstólar horfa framhjá þessu. Vinnubrögðin viðgangast og fólk og fjölskyldur eru í sárum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil. Ég lifi í þeirri trú að einhvers staðar, sé einhver, á einhverjum tímapunkti, sem hljóti að skoða málið ítarlega, og segja, „nei, þetta gengur ekki, það gengur ekki að nota rangfærslur, ósannindi og afbökun á sannleika í þeim tilgangi að svipta fólk börnum sínum“. Þangað til mun ég vekja athygli á þessu og berjast fyrir réttlátri meðferð þessara mála fyrir þegna þessa lands. Í öðru máli hefur skjólstæðingur minn verið ákærður fyrir rangar sakargiftir og er málið komið fyrir dómstóla þar sem ákæruvaldið krefst refsingar yfir viðkomandi. Hið meinta „brot“ fólst í því að segjast vera systkini sitt þegar viðkomandi, sem hefur glímt við sjúkdóminn alkóhólisma, var tekinn undir áhrifum og próflaus undir stýri. Viðkomandi var færður í lögreglubifreið og þá og þegar viðurkenndi hann strax hver hann raunverulega var. Enginn skaði skeður. Meinlaust fylliríisröfl alkóhólista, tekið tilbaka nokkrum mínútum eftir að það var sagt. Ölvunarakstursbrotið játað strax og án vandkvæða. Ákæra gefin út fyrir rangar sakargiftir, í óþökk meints brotaþola, án nokkura verndarhagsmuna og krafist refsingar fyrir dómi. Í baráttu minni til að vekja athygli á og fá réttlætinu framgengt, vegna þessara brota hinnu opinberra starfsmanna hefur mér ekkert orðið ágengt. Hvorki hjá lögreglu, dómstólum, né ákæruvaldi, né annars staðar. Ljóst er að lögreglan er ekki að vernda borgara þessa lands gegn valdníðslu og brotum opinberra starfsmanna. Ljóst er að dómstólar, horfa framhjá þessum brotum, jafnvel þótt þau séu framin um hábjartan dag og í réttarsölum landsins. Ljóst er að slík brot eru til þess fallin að valda ranglátri dómsniðurstöðu. Af þessu getur undirrituð enga aðra ályktun tekið, en þá að kerfið mismuni þegnum sínum, hygli þeim „fínu“ en lemji á þeim hóp sem er hvað viðkvæmastur í samfélaginu, sjúklingum og börnum. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar