Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 11:34 Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Vísir/Vilhelm Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima. Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima.
Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira