Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. mars 2021 17:07 Geldingadalir hafa á skömmum tíma orðið langvinsælasti ferðamannastaður landsins. Samsett Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. Sóttvarnalæknir greindi frá því í dag að einstaklingur sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum sem farnar hafi verið að gosstöðvunum og lýsti yfir áhyggjum af smithættu á svæðinu. „Mér skilst að það sé svolítið vandamál við gosstöðvarnar að þar séu ferðamenn sem eiga að vera í sóttkví og við verðum að finna einhverja leið til að taka á því. Það er að segja að fólk sé að koma hingað með bókað far aftur heim þremur dögum eftir að það kemur og á samt að fara í fimm daga sóttkví. Það hljómar heldur illa,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fylgjast með öllum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði við Fréttablaðið í gær að embættið fylgdist ekki sérstaklega með því hvort fólk sem sæki gosstöðvarnar sé að brjóta sóttkví. Ekki væri hægt að ætlast til þess að lögreglumenn sem standi vaktina á Suðurstrandarvegi, þaðan sem flestir hefja gönguna að gosstöðvunum, geti spurt alla þá sem væru á ferðinni hvort þeir eigi að vera í sóttkví. Þá sagðist hann ekki vita til þess að vandamál þessu tengt hafi komið upp við gosstöðvarnar. Mikill fjöldi fólks hefur reynt að komast að gosstöðvunum og hefur ásóknin valdið umferðartöfum á Suðurstrandarvegi.Vísir/Vilhelm Bað fólk um að fresta ferðum sínum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biðlaði til fólks að fara mjög varlega í hópferðum að gosstöðvunum og helst að bíða með að gera sér leið þangað á næstunni. Þúsundir manna hafa farið á svæðið síðustu daga. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður,“ sagði sóttvarnalæknir fyrr í dag. Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um það með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðum í Geldingadali en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir á svæðið undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að veita allt að tíu milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Minni á upphaf þriðju bylgjunnar Kári segir að stjórnvöld hafi almennt gripið myndarlega í taumanna til að bregðast við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarna daga og vonar að það takist að kveða þetta niður í kútinn áður en þetta verður of stórt. „Ég vona að við náum utan um þetta en ég er svolítið smeykur því mér finnst þetta líta töluvert út eins og byrjunin á þriðju bylgjunni. Í þetta skiptið gripum við þó í taumanna miklu miklu fyrr og ég vona að það skili sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23. mars 2021 14:39 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sóttvarnalæknir greindi frá því í dag að einstaklingur sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum sem farnar hafi verið að gosstöðvunum og lýsti yfir áhyggjum af smithættu á svæðinu. „Mér skilst að það sé svolítið vandamál við gosstöðvarnar að þar séu ferðamenn sem eiga að vera í sóttkví og við verðum að finna einhverja leið til að taka á því. Það er að segja að fólk sé að koma hingað með bókað far aftur heim þremur dögum eftir að það kemur og á samt að fara í fimm daga sóttkví. Það hljómar heldur illa,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fylgjast með öllum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði við Fréttablaðið í gær að embættið fylgdist ekki sérstaklega með því hvort fólk sem sæki gosstöðvarnar sé að brjóta sóttkví. Ekki væri hægt að ætlast til þess að lögreglumenn sem standi vaktina á Suðurstrandarvegi, þaðan sem flestir hefja gönguna að gosstöðvunum, geti spurt alla þá sem væru á ferðinni hvort þeir eigi að vera í sóttkví. Þá sagðist hann ekki vita til þess að vandamál þessu tengt hafi komið upp við gosstöðvarnar. Mikill fjöldi fólks hefur reynt að komast að gosstöðvunum og hefur ásóknin valdið umferðartöfum á Suðurstrandarvegi.Vísir/Vilhelm Bað fólk um að fresta ferðum sínum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biðlaði til fólks að fara mjög varlega í hópferðum að gosstöðvunum og helst að bíða með að gera sér leið þangað á næstunni. Þúsundir manna hafa farið á svæðið síðustu daga. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður,“ sagði sóttvarnalæknir fyrr í dag. Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um það með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðum í Geldingadali en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir á svæðið undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að veita allt að tíu milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Minni á upphaf þriðju bylgjunnar Kári segir að stjórnvöld hafi almennt gripið myndarlega í taumanna til að bregðast við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarna daga og vonar að það takist að kveða þetta niður í kútinn áður en þetta verður of stórt. „Ég vona að við náum utan um þetta en ég er svolítið smeykur því mér finnst þetta líta töluvert út eins og byrjunin á þriðju bylgjunni. Í þetta skiptið gripum við þó í taumanna miklu miklu fyrr og ég vona að það skili sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23. mars 2021 14:39 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44
Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23. mars 2021 14:39
Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58