Að því er segir í dagbók lögreglu sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan.
Hann velti hins vegar bílnum þegar hann ók inn á afrein. Par var í bílnum og voru þau fyrst flutt til aðhlynningar á slysadeild eftir bílveltuna.
Svo voru þau handtekin grunuð um akstur bílsins undir áhrifum fíkniefna. Bíllinn var mikið skemmdur eftir veltuna og var hann fluttur burt með Króki. Lausamöl og hálkublettir voru á vettvangi að sögn lögreglu.