Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. mars 2021 14:30 Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Alþingi Eldgos í Fagradalsfjalli Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar