Spennutryllir í San Antonio Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 11:00 Úr spennutrylli næturinnar. Ronald Cortes/Getty Images) Það voru miklir spennuleikir í NBA körfuboltanum í nótt. Einn leikurinn fór í framlengingu og annar var tvíframlengdur en alls voru sjö leikir á dagskránni í nótt. Atlanta vann mikilvægan sigur á San Antonio, 134-129, eftir tvíframlengdan leik en þessi lið eru bæði að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Staðan var jöfn 110-110 eftir venjulegan leiktíma og bæði lið skoruðu einungis níu stig í framlengingunni og því var staðan áfram jöfn, 119-119. Atlanta var sterkari aðilinn að endingu og vann 134-129. Clint Capela fór fyrir liði Atlanta. Hann skoraði 28 stig, tók sautján fráköst og varði fimm skot. Í liði Spurs var DeMar DeRozan lang stigahæstur með 36 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. watch on YouTube Atlanta er nú í sjöunda sæti austurdeildarinnar en San Antonio er í áttunda sæti vesturdeildarinnar. Það munar þó ansi litlu á sætunum þar í kring svo bæði lið þurfa að næla sér í sigra í næstu leikjum til að halda sætum sínum. Hinn framlengdi leikur næturinnar var í New Orleans þar sem Orlando vann fimm stiga sigur á heimamönnum, 115-110, eftir að leikar voru jafnir 101-101 eftir venjulegan leiktíma. Wendell Carter Jr. gerði 21 stig fyrir Orlando en einnig tók hann tólf fráköst. Nickeil Alexander-Walker gerði 31 stig og tók átta fráköst fyrir New Orleans. New Orleans er langt fyrir utan úrslitakeppni eins og sakir standa og sömu sögu má segja af Orlando. The NBA standings through April 1st!➡️ Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/eUPBf25iaY— NBA (@NBA) April 2, 2021 Öll úrslit næturinnar: Philadelphia - Cleveland 114-94 Washington - Detroit 91-120 Charlotte - Brooklyn 89-111 Orlando - New Orleans 115-110 (eftir framlengingu) Golden State - Miami 109-116 Atlanta - San Antonio 134-129 (eftir tvöfalda framlengingu) Denver - LA Clippers 101-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Atlanta vann mikilvægan sigur á San Antonio, 134-129, eftir tvíframlengdan leik en þessi lið eru bæði að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Staðan var jöfn 110-110 eftir venjulegan leiktíma og bæði lið skoruðu einungis níu stig í framlengingunni og því var staðan áfram jöfn, 119-119. Atlanta var sterkari aðilinn að endingu og vann 134-129. Clint Capela fór fyrir liði Atlanta. Hann skoraði 28 stig, tók sautján fráköst og varði fimm skot. Í liði Spurs var DeMar DeRozan lang stigahæstur með 36 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. watch on YouTube Atlanta er nú í sjöunda sæti austurdeildarinnar en San Antonio er í áttunda sæti vesturdeildarinnar. Það munar þó ansi litlu á sætunum þar í kring svo bæði lið þurfa að næla sér í sigra í næstu leikjum til að halda sætum sínum. Hinn framlengdi leikur næturinnar var í New Orleans þar sem Orlando vann fimm stiga sigur á heimamönnum, 115-110, eftir að leikar voru jafnir 101-101 eftir venjulegan leiktíma. Wendell Carter Jr. gerði 21 stig fyrir Orlando en einnig tók hann tólf fráköst. Nickeil Alexander-Walker gerði 31 stig og tók átta fráköst fyrir New Orleans. New Orleans er langt fyrir utan úrslitakeppni eins og sakir standa og sömu sögu má segja af Orlando. The NBA standings through April 1st!➡️ Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/eUPBf25iaY— NBA (@NBA) April 2, 2021 Öll úrslit næturinnar: Philadelphia - Cleveland 114-94 Washington - Detroit 91-120 Charlotte - Brooklyn 89-111 Orlando - New Orleans 115-110 (eftir framlengingu) Golden State - Miami 109-116 Atlanta - San Antonio 134-129 (eftir tvöfalda framlengingu) Denver - LA Clippers 101-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Öll úrslit næturinnar: Philadelphia - Cleveland 114-94 Washington - Detroit 91-120 Charlotte - Brooklyn 89-111 Orlando - New Orleans 115-110 (eftir framlengingu) Golden State - Miami 109-116 Atlanta - San Antonio 134-129 (eftir tvöfalda framlengingu) Denver - LA Clippers 101-94
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira