Sögulegur sigur Toronto Raptors Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 09:46 Pascal Siakam skoraði 36 stig í sögulegum sigri Toronto í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. Golden State voru án Steph Curry og Draymond Green í nótt, það var því alltaf að vitað að leikurinn yrði brekka. Raptors voru hins vegar án Kyle Lowry og svo afsakar ekkert að tapa með 53 stiga mun. Ekkert lið í deildinni hefur unnið – eða tapað – lið með jafn miklum mun á þessari leiktíð. Þarf að fara aftur til desember ársins 2018 til að finna leik þar sem munurinn var meiri þegar flautað var til leiksloka. Þá vann Boston Celtics 76 stiga sigur á Chicago Bulls, 133-57. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Toronto Raptors. Þó það hafi vantað tvær af skærustu stjörnum Golden State þá kemur þetta verulega á óvart þar sem Raptors hafa verið slakir það sem af er tímabili. Var þetta aðeins 19. sigurleikur þeirra í 49 leikjum á leiktíðinni. Þá var þetta stærsta tap Golden State síðan liðið tapaði með 63 stiga mun gegn Los Angeles Lakers árið 1972. Hvað varðar leikinn sjálfan þá var Toronto aðeins stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-26. Í öðrum leikhluta stungu Kanadabúarnir hins vegar af og var munurinn komin upp í 30 stig í hálfleik, 62-42. Toronto skoraði síðan 46 stig gegn 14 í þriðja leikhluta en vann fjórða leikhluta aðeins með einu stigi og leikinn eins og áður sagði með 53 stiga mun, lokatölur 130-77. SPICY-P 36 PTS / 7 REB / 5 AST / 2 STL per @pskills43 che trascina i @Raptors alla vittoria 77-130 sui Golden State Warriors!#NBA | #WeTheNorth pic.twitter.com/6o5Gte7kml— NBA Italia (@NBAItalia) April 3, 2021 Pascal Siakam var stigahæstur hjá Toronto með 36 stig. Þar á eftir kom Gary Trent Jr. með 24 stig og OG Anunoby með 21 stig. Hjá Golden State var Andrew Wiggins stigahæstur með 15 stig. Golden State eru sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra og 26 töp. Raptors eru í 11. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 30 töp. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Golden State voru án Steph Curry og Draymond Green í nótt, það var því alltaf að vitað að leikurinn yrði brekka. Raptors voru hins vegar án Kyle Lowry og svo afsakar ekkert að tapa með 53 stiga mun. Ekkert lið í deildinni hefur unnið – eða tapað – lið með jafn miklum mun á þessari leiktíð. Þarf að fara aftur til desember ársins 2018 til að finna leik þar sem munurinn var meiri þegar flautað var til leiksloka. Þá vann Boston Celtics 76 stiga sigur á Chicago Bulls, 133-57. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Toronto Raptors. Þó það hafi vantað tvær af skærustu stjörnum Golden State þá kemur þetta verulega á óvart þar sem Raptors hafa verið slakir það sem af er tímabili. Var þetta aðeins 19. sigurleikur þeirra í 49 leikjum á leiktíðinni. Þá var þetta stærsta tap Golden State síðan liðið tapaði með 63 stiga mun gegn Los Angeles Lakers árið 1972. Hvað varðar leikinn sjálfan þá var Toronto aðeins stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-26. Í öðrum leikhluta stungu Kanadabúarnir hins vegar af og var munurinn komin upp í 30 stig í hálfleik, 62-42. Toronto skoraði síðan 46 stig gegn 14 í þriðja leikhluta en vann fjórða leikhluta aðeins með einu stigi og leikinn eins og áður sagði með 53 stiga mun, lokatölur 130-77. SPICY-P 36 PTS / 7 REB / 5 AST / 2 STL per @pskills43 che trascina i @Raptors alla vittoria 77-130 sui Golden State Warriors!#NBA | #WeTheNorth pic.twitter.com/6o5Gte7kml— NBA Italia (@NBAItalia) April 3, 2021 Pascal Siakam var stigahæstur hjá Toronto með 36 stig. Þar á eftir kom Gary Trent Jr. með 24 stig og OG Anunoby með 21 stig. Hjá Golden State var Andrew Wiggins stigahæstur með 15 stig. Golden State eru sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra og 26 töp. Raptors eru í 11. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 30 töp.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira