Breski tónlistarkennarinn Teitur Björn Einarsson skrifar 9. apríl 2021 08:31 Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Teitur Björn Einarsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun