Óvænt tap toppliðsins, Randle sýndi Lakers í tvo heimana og Steph var með sýningu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 07:32 Utah Jazz tapaði sínum fyrsta heimaleik á árinu í nótt. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru hver öðrum áhugaverðari. Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Washington Wizards vann óvæntan sigur á toppliði Utah Jazz, 125-121. New York Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Los Angeles Lakers, 111-96. Steph Curry skoraði 53 stig er Golden State Warriors vann Denver Nuggets, 116-107. Þá tapaði Dallas Mavericks fyrir Philadelphia 76ers, 113-95. Óvæntustu úrslit næturinnar og undanfarna vikna í NBA-deildinni voru lokatölur í leik Utah Jazz og Washington Wizards. Hvað þá ef horft til fyrsta leikhluta leiksins þar sem Jazz skoraði 42 stig gegn 33 hjá Wizards. Bradley Beal og Russell Westbrook tókst hins vegar einhvern veginn að lyfta sínum mönnum upp og vinna fjögurra stiga sigur á besta liði deildarinnar um þessar mundir, lokatölur 125-121. Var þetta fyrsta tap Utah á heimavelli í ár. Beal var stigahæstur í liði Washington með 34 stig en Westbrook gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu. Hann skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hjá Utah fór Donovan Mitchell að venju mikinn en hann skoraði 42 stig, þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 33 stig. Russell Westbrook's 9th triple-double in 10 games leads the @WashWizards to victory!@russwest44: 25 PTS, 14 REB, 14 AST pic.twitter.com/bHvHpiDe9p— NBA (@NBA) April 13, 2021 Meistarar Los Angeles Lakers unnu frábæran sigur á Brooklyn Nets í fyrradag og eftir að hafa fengið einn dag í hvíld mættu þeir New York Knicks sem voru að spila annan daginn í röð. Hvíldin virðist lítið hafa hjálpað Lakers á meðan Knicks voru enn í góðum gír eftir sigur gærdagsins. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leikmenn Lakers mættu einfaldlega ekki út á völl í þriðja leikhluta og töpuðu örugglega, lokatölur 111-96. Julius Randle, fyrrum leikmaður Lakers, er aðalmaður Knicks í dag og hann átti stórleik. Julius Randle (@J30_RANDLE) goes for 34 PTS, 10 REB in the @nyknicks win! pic.twitter.com/7AtH3QQGnf— NBA (@NBA) April 13, 2021 Randle skoraði 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Þar á eftir kom Elfrid Payton með 20 stig í liði Knicks. Hjá Lakers var Dennis Schröder stigahæstur með 21 stig. Magnaður þriðji leikhluti lagði grunninn að góðum sigri Golden State á Denver en fyrrnefnda liðið hefur verið í brasi og þarf nauðsynlega á sigrum að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 116-107 Warriors í vil þökk sé mögnuðum leik Steph Curry. Hann skoraði 53 stig í leiknum en næsti maður var Draymond Green með 18 stig. Nikola Jokić daðraði við tvöfalda þrennu í liði Denver en hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Hér má sjá stöðuna í deildinni. Önnur úrslit Orlando Magic 97-120 Memphis Grizzlies 101-90 Chicago Bulls New Orleans Pelicans 117-110 Sacramento Kings Phoenix Suns 126-120 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira