Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 08:30 Steph Curry er nú stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira