NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 15:16 Stephen Curry gat leyft sér að fagna eftir leik næturinnar. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti