Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2021 22:22 Frá veginum um Dynjandisheiði. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. Vinna við fyrsta áfanga vegarins hófst síðastliðið haust á sex kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði ofan Flókalundar. Hluti verksins er einnig fjögurra kílómetra kafli milli Mjólkár og Dynjandisvogar í Arnarfirði og eiga þeir báðir að vera tilbúnir með bundnu slitlagi í haust. Skipulagsvinna vegna næsta áfanga stendur yfir og vonast Vegagerðin til að geta boðið hann út í vor. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni.Einar Árnason „Það ræðst samt af fjárveitingum og öðru slíku en við ætlum að vera tilbúnir með næsta áfanga núna í vor, sem er fjórtán kílómetrar,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, spurður um næsta útboðsáfanga í fréttum Stöðvar 2. Þetta yrði jafnframt stærsti áfanginn og lengsti vegarkaflinn. Kaflinn sem Vegagerðin vill bjóða út í vor.Kort/Ragnar Visage „Sem er frá Þverdalsá, þar sem við erum að enda núna, og áfram yfir heiðina, yfir tvo hæstu hluta hennar, og niður hinumegin,“ segir Sigurþór en að norðanverðu nær kaflinn nokkurn veginn að sýslumörkum Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslna, sveitarfélagamörkum Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar. Á þessum kafla nær heiðin í fimmhundruð metra hæð. Vinna að vetrarlagi svo hátt yfir sjávarmáli getur verið áskorun og því vonast Vegagerðarmenn til að koma verkinu í gang sem fyrst. „Vera allavegana tilbúnir í slaginn með það og reyna að ná sumrinu inn í það verkefni.“ Rætt er um að eins kílómetra malarkafli ofan Flókalundar verði lagður bráðabirgðaslitlagi þar til niðurstaða fæst um framtíðarvegstæði um friðland Vatnsfjarðar.Baldur Hrafnkell Jónsson Sigurþór segir markmiðið að slitlag verði komið alla leið milli Dýrafjarðarganga og Vatnsfjarðar árið 2024. Hann telur líklegt að meðan beðið er niðurstöðu um framtíðarvegstæði um friðlandið í Vatnsfirði, meðfram ánni Pennu, verði lagt bráðabirgðaslitlag á núverandi malarkafla milli Flókalundar og nýja vegarkaflans í Penningsdal. Í Dynjandisvogi hallast Vegagerðarmenn að því að skera veginn upp fjallið í Búðahlíð. „Vera eins fjarri Dynjanda og hægt er.“ Vegagerðarmenn telja heppilegast að um Dynjandisvog verði vegurinn lagður í skeringu um Búðahlíð, eins og hér er sýnt.Vegagerðin Þannig segir Sigurþór að fengist minnsti veghalli og færri beygjur, fornminjum yrði hlíft í Búðavík og raski á landslaginu næst fossinum haldið í lágmarki. „En það eru mjög skiptar skoðanir um þetta,“ segir verkefnisstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Vegagerð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Vinna við fyrsta áfanga vegarins hófst síðastliðið haust á sex kílómetra kafla upp úr Vatnsfirði ofan Flókalundar. Hluti verksins er einnig fjögurra kílómetra kafli milli Mjólkár og Dynjandisvogar í Arnarfirði og eiga þeir báðir að vera tilbúnir með bundnu slitlagi í haust. Skipulagsvinna vegna næsta áfanga stendur yfir og vonast Vegagerðin til að geta boðið hann út í vor. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni.Einar Árnason „Það ræðst samt af fjárveitingum og öðru slíku en við ætlum að vera tilbúnir með næsta áfanga núna í vor, sem er fjórtán kílómetrar,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, spurður um næsta útboðsáfanga í fréttum Stöðvar 2. Þetta yrði jafnframt stærsti áfanginn og lengsti vegarkaflinn. Kaflinn sem Vegagerðin vill bjóða út í vor.Kort/Ragnar Visage „Sem er frá Þverdalsá, þar sem við erum að enda núna, og áfram yfir heiðina, yfir tvo hæstu hluta hennar, og niður hinumegin,“ segir Sigurþór en að norðanverðu nær kaflinn nokkurn veginn að sýslumörkum Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslna, sveitarfélagamörkum Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar. Á þessum kafla nær heiðin í fimmhundruð metra hæð. Vinna að vetrarlagi svo hátt yfir sjávarmáli getur verið áskorun og því vonast Vegagerðarmenn til að koma verkinu í gang sem fyrst. „Vera allavegana tilbúnir í slaginn með það og reyna að ná sumrinu inn í það verkefni.“ Rætt er um að eins kílómetra malarkafli ofan Flókalundar verði lagður bráðabirgðaslitlagi þar til niðurstaða fæst um framtíðarvegstæði um friðland Vatnsfjarðar.Baldur Hrafnkell Jónsson Sigurþór segir markmiðið að slitlag verði komið alla leið milli Dýrafjarðarganga og Vatnsfjarðar árið 2024. Hann telur líklegt að meðan beðið er niðurstöðu um framtíðarvegstæði um friðlandið í Vatnsfirði, meðfram ánni Pennu, verði lagt bráðabirgðaslitlag á núverandi malarkafla milli Flókalundar og nýja vegarkaflans í Penningsdal. Í Dynjandisvogi hallast Vegagerðarmenn að því að skera veginn upp fjallið í Búðahlíð. „Vera eins fjarri Dynjanda og hægt er.“ Vegagerðarmenn telja heppilegast að um Dynjandisvog verði vegurinn lagður í skeringu um Búðahlíð, eins og hér er sýnt.Vegagerðin Þannig segir Sigurþór að fengist minnsti veghalli og færri beygjur, fornminjum yrði hlíft í Búðavík og raski á landslaginu næst fossinum haldið í lágmarki. „En það eru mjög skiptar skoðanir um þetta,“ segir verkefnisstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Vegagerð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45