Kominn með 29 þriggja stiga körfur í síðustu þremur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 13:00 Þessir tveir áttu mjög góðan leik er Golden State Warriors vann stórsigur í nótt. Stephen Curry [t.v.] skoraði 42 stig á meðan Draymond Green var með tvöfalda þrennu. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur verið nær óstöðvandi í liði Golden State Warriors undanfarna þrjá leiki í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur skorað 133 stig á þeim tíma, þar af hafa 87 komið eftir þriggja stiga skot. Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29