Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi Arna Pálsdóttir skrifar 16. apríl 2021 10:00 Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Neytendur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Ef þið spáið í því þá myndum við aldrei leyfa neinum að koma fram við okkur með sama hætti og börnin okkar gera. Þau hugsa eingöngu út frá sjálfum sér, gera kröfur og eru tilætlunarsöm því það er jú okkar eini og sanni tilgangur að annast þau, ekki satt? Ég átti stund fyrr í vetur þegar elsta dóttir mín kom fram úr herberginu sínu með fangið fullt af óhreinu leirtaui. Hún skellti því í eldhúsvaskinn án þess að svo mikið sem taka stöðuna á uppþvottavélinni. Á þessu sama augnabliki ákvað yngsta dóttir mín að njóta þess að vera bleyjulaus og kúka á stofugólfið. Það má því segja að þær hafi báðar drullað yfir mig á nákvæmlega sama augnablikinu. En aftur að barnalánum. Afborganir barnalána eru misþungar. Tiltekin aldur barna hefur ákveðin verðbólguáhrif. Ég á t.d. dóttur sem er 19 mánaða og dóttur sem er 14 ára. Þarna er greiðslubyrðin þyngst. Ef þær væru námslán væri afborgunin bara af þeim tveimur allavega 75% af útborguðum launum. Þær valda mér báðar svefnleysi, þó með ólíkum hætti. Önnur með öskrum og hin með áhyggjum. Svo á ég tvær aðrar dætur. Eina sem er 5 ára en ég vil beinlínis meina að ég sé í einhverskonar greiðsluskjóli gagnvart henni. Hún elskar mig út fyrir endimörk alheimsins, ég er best af öllum í hennar huga. Svo finnst henni skemmtilegast að vera úti að leika með vinkonum sínum eða að horfa á teiknimynd. Sú fjórða er 12 ára. Eftir nokkurra ára lágvaxtatímabil hefur mér verið tilkynnt að nú sé orðið tímabært að byrja að borga meira og vænti ég þess að afborganir hækki næstu árin. Núna er svolítið eins og ég sé eingöngu að greiða kostnað og áfallna vexti. Náttúran sér til þess að við elskum börnin okkar skilyrðislaust. Hún var ansi klók þar hún Móðir náttúra enda sér hún til þess að við greiðum okkar afborganir full þakklætis og full af gleði, þrátt fyrir breytilega vexti, verðbólgu og óvæntan kostnað. Svo kemur þessi tími dags þegar móðurástin er mest. Tíminn þegar allt er gleymt og fyrirgefið. Svefnlausar nætur, grænt hor og óhreint leirtau er ekki til í orðabókinni. Hjá mér er þessi tími oftast um kl. 21 á kvöldin – eða um það leyti þegar yngstu dætur mínar festa svefn. Á þeirri stundu man ég. Ég man af hverju ég er að greiða. Ég er að greiða af framtíðinni. Framtíðin er þeirra – og framtíðin er björt. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar