Flick staðfestir að hann hætti með Bayern í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2021 19:16 Flick í leiknum í dag. Eftir leik staðfesti hann brottför sína í sumar. EPA-EFE/MARTIN ROSE Hans-Dieter Flick, þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern staðfesti eftir 3-2 sigur liðsins í dag að hann myndi hætta með liðið í sumar. Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið. Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01
Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01
Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01
Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30