Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:01 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans Vísir/Egill. Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum. Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Landsspítalinn réðst í skipulagsbreytingar á eldhúsi spítalans í september í fyrra þegar ákveðið var að sameina tvær starfseiningar. Við breytinguna var átta stjórnendum sagt upp störfum, sex konum og tveimur körlum með samanlagðan starfsaldur upp á 140 ár. Landspítalinn Meðal þeirra sem spítalinn sagði upp voru trúnaðarmenn. Einn karl og ein kona voru svo endurráðin. Þrír karlar voru ráðnir í stjórnendastöður á sameinaðri deild eldhúss og matsala í staðinn. Hagræðingin ekki enn skilað sér Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var þetta gert til að hagræða en launakostnaður lækki um 50 milljónir á ári með uppsögnunum. Hagræðingin hafi ekki enn skilað sér vegna launa á uppsagnartíma og biðlaunaréttar sumra starfsmanna. Deildin veltir tveimur milljörðum á ári. Á síðasta ári fór rekstrarkostnaður 80 milljónir króna fram úr áætlun og 60 milljónir 2019. Samkvæmt upplýsingum spítalans hefur rekstur einingarinnar gengið ágætlega á þessu ári eða svipað og önnur ár. Í svörum spítalans vegna fyrirspurna fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólkinu sem gegndu störfum sem voru lögð niður hafi verið boðinn stuðningur við að leita að öðru starfi innan spítalans. Þeir fyrrverandi starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja það ekki rétt og eru málaferli í uppsiglingu. Sameyki telur uppsagnirnar ólöglegar Þrír stjórnendur, tvær konur og einn karl leituðu til Sameykis stéttarfélags í almannaeigu vegna uppsagnanna og töldu þær ólöglegar. Sameyki féllst á það og í janúar á þessu ári sendi Mörkin lögmannsstofan kröfubréf fyrir hönd þeirra til Páls Matthíassonar forstjóra spítalans sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar telur Sameyki að brotið hafi verið á fólkinu með margs konar hætti. Fram kemur m.a. að fólkið hafi starfað og verið í stjórnunarstöðum á spítalanum um árabil og það sæti furðu að reynsla og menntun þeirra hafi ekki verið nóg til að starfa þar áfram. Forsendur uppsagnanna hafi ekki verið rannsakaðar og sjónarmið um meðalhóf verið virt af vettugi. Konurnar sem hafa báðar starfað á spítalanum frá árinu 1991 telja að þeim hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem karlar voru ráðnir stöðurnar. Það komi ekki heim og saman við jafnréttisstefnu spítalans. Glímdi við krabbamein þegar henni var sagt upp störfum Þá er gerð athugasemd við að ein konan hafi glímt við krabbamein, hafi tvisvar þurft að taka veikindaleyfi og hluti af bataferli hennar hafi verið að snúa aftur til vinnu. Ætla megi að erfitt verði fyrir hana að fá sambærilega vinnu á ný. Í bréfinu er þess krafist að Landspítalinn viðurkenni bótaábyrgð en að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur spítalanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur spítalinn ekki svarað kröfunum þrátt fyrir ítrekanir og verða dómsmál höfðuð á næstu dögum.
Landspítalinn Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Brutu jafnréttislög við ráðningu sérfræðings Kærunefnd jafnréttismála segir Landspítalann hafa brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum. 10. nóvember 2018 15:35