Töframennirnir stöðvuðu Curry, stórleikur Embiid dugði ekki til og Doncic sá um Detroit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 11:30 Luka Dončić var frábær að venju í nótt. Tom Pennington/Getty Images Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry snöggkólnaði gegn Washington Wizards, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og Luka Dončić var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira