Helst er sú að tilslakanir tóku gildi á veitingastöðum og skemmtistöðum. Þar mega nú vera að hámarki 30 í hverju sóttvarnarhólfi í stað 20, eins og verið hefur. Leyfilegir afgreiðslutímar eru áfram óbreyttir.
Önnur breyting er sú að ekki er lengur óheimilt að búnaður fari á milli notenda í líkamsræktartímum. Hann þarf ekki lengur að vera sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu, eins og hefur verið hingað til.
Þriðja breytingin er á tjaldstæðum. Rekstraraðilar þeirra mega nú taka á móti helmingi leyfilegra gesta hvers svæðis, í stað þess að þurfa að lúta almennum 20 manna samkomutakmörkunum sem annars staðar gilda.
Hið sama gildir einnig um söfn héðan í frá, sem mega taka við helmingi hámarksfjölda í stað 20 manns.
Að öðru leyti er ýmsum formsatriðum hnikað til í reglugerðarbreytingunni, sem kynnt var í Stjórnartíðindum í gær. Þær breytingar virðast ekki hafa áhrif á starfsemi á neinu sviði.