Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2021 20:03 Tristan Máni Orrason, 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann. Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær. Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær.
Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira